Markþjálfun
Mínar áherslur í markþjálfun
Ég hef ofurtrú á því að við búum öll yfir þeim krafti sem við þurfum á að halda til þess að blómstra og lifa innihaldsríku lífi. Við þurfum “bara” að finna hann innra með okkur og leysa hann úr læðingi.
Leiðin okkar þangað er oftast ekki bein og breið og því miður engin uppskrift til sem hentar öllum. En lykillinn er að byrja þar sem við erum akkúrat núna og vita hvert við viljum fara.
Fyrsta skrefið felst því oft í því að komast að því hvert við viljum í raun stefna og af hverju þessi vegferð er okkur mikilvæg.
Fyrir mér er markþjálfun svolítið eins og list sem ekki verður skilin til fulls með rökheilanum. Mig langar að hvetja þig til að prófa og upplifa og skoða hvort þetta er aðferð sem hentar þér í átt að enn innihaldsríkara lífi.
Kristrún er einstök í sinni nálgun. Á fundum okkar fimlega leiðir hún mig til samræðna og umhugsunar um kima væntinga, styrkleika, framtíðarsýnar og betra sjálfs. Ég hlakka til funda okkar og iðulega hugsa ég til baka hvernig henni tókst liðlega að leiða mig átakalaust að þeim viðfangsefnum sem skipta mig mestu. Ég ráðlegg öllum leiðsögn Kristrúnar og hennar faglegu handleiðslu.
Bjarni Guðmundsson
- Verkefnastjóri
Í markþjálfun hjá Kristrúnu mætir þér hlýlegt, jákvætt og uppbyggilegt viðmót. Hún er til í að spyrja þeirra spurninga sem ég þarf á að halda og þorir að ýta við manni þegar þarf.
Það eru einhverjir töfrar sem eiga sér stað í markþjálfunartíma hjá henni. Hún hjálpar manni að hjálpa sér sjálfum og sjá hvað er hægt að gera öðruvísi ef það sem maður hefur verið að gera er ekki að virka. Ég get svo sannarlega mælt með markþjálfun hjá Kristrúnu og hefur hún alveg einstakt lag á því að hjálpa manni að velja sér viðhorf.
Ása Kolbrún Hauksdóttir
- Hjúkrunarfræðingur
Ótrúleg næmni Kristrúnar á mannlegu eðli, einlægur áhugi hennar á fólk ásamt opna hjarta hennar gerir það að verkum að það er auðvelt að ræða við hana um vonir sínar og drauma. Hún hefur einstakt lag á því að leiða mann að hindrunum en um leið að finna leiðir til að ryðja þeim úr vegi og þar með ná markmiðum sínum.
Eftir alla okkar fundi er ég einbeittari og spenntari fyrir því að takast á við allar áskoranir, bæði í lífi og starfi.