Agile-þjálfun
Hvernig get ég treyst mér til þess að ganga inn í hvaða aðstæður sem er og vitað að ég mun ráða við þær?
Þetta er kjarninn í minni Agile-þjálfun. Saman byggjum við þig upp sem leiðtoga (hvort sem þú ert með mannaforráð eða ekki) þannig að þú treysti þér til að takast á við alla þá óvissu og fækjur sem lífið og umhverfið okkar bíður upp á.
Algengar áskoranir leiðtoga í fyrirtækjum (þar sem óvissa og flækjur eru allsráðandi í umhverfinu) eru t.d.
-
Endalaus barátta milli "running the business" og "changing the business"
-
Þrátt fyrir langa vinnudaga upplifa þeir sig oft sem flöskuhálsa sem tefja fyrir breytingum og framkvæmdum
-
Þeir vita að lykillinn að árangri liggur hjá fólkinu þeirra en finna einhvernvegin ekki rétta skráargatið þrátt fyrir ítrekarðar tilraunir
Hvað er þá til ráða?
Við byrjum á byrjuninni - sem er staðan akkúrat í dag.
Ef þú veist ekki hvar þú ert getur þú ekki ratað á áfangastað
Ef við ætlum að finna réttustu leiðina fram á við þá verðum við að vita hvar við erum í dag. Við byrjum því að rýna í þig sem leiðtoga í dag, teymið þitt og umhverfið þitt. Finnum helstu áskoranirnar og sigrana. Svo byrjum við að skoða áfangastaðinn og varða leiðina fram á við og finna út hvað þarf til þannig að þessi leið nái fram langtímaárangri.
1.
Einstaklingsmiðuð nálgun út frá styrkleikum, færni, hæfni og umhverfi hvers og eins
2.
Nálguninn byggir á blöndu af markþjálfun, handleiðslu, greiningu og fræðslu.
3.
Ef þú breytir engu - breytist ekkert!
4.
Hvað er andstæðan við flöskuháls?
5.
Þrautsegja og seigla til að varða leiðina að langtímaárangri
Mín Agile nálgun
Mín nálgun á Agile kemur frá Agile hugarfari - ekki út frá tólum og tækjum. Ég kenni þér því ekki Scrum. En það sem ég get stutt þig með er að:
-
finna og æfa færnina að blómstra í óvissu
-
virkja kraftinn í fólkinu þínu
-
draga viðskiptavininn nær öllu ferlinu
-
setja athyglina/tímann/orkuna á það sem er mikilvægast núna
-
rýna-ítra-læra
Ég nota blöndu af markþjálfun, handleiðslu, greiningu og fræðslu - allt eftir því hvar viðskiptavinurinn er staddur.